Viðskipti innlent

Haukur yfir fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haukur þekkir vel til í húsakynnum Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg.
Haukur þekkir vel til í húsakynnum Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg. Vísir

Haukur Camillus Benediktsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Haukur kom fyrst til starfa í Seðlabankanum árið 2001 og var til ársins 2006 en var ráðinn aftur til bankans í janúar 2009. Hann sinnti starfi framkvæmdastjóra Eignasafns Seðlabanka Íslands frá janúar 2013 allt þar til félagið var lagt niður í febrúar 2019.

Haukur hefur jafnframt sinnt ýmsum stjórnarstörfum í tengslum við vinnu sína, auk þess að sinna kennslu við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Haukur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.