Viðskipti erlent

Dómstóll á Spáni segir tösku­gjald Ry­anair vera „ó­hóf­legt“

Atli Ísleifsson skrifar
Ryanair er eitt stærsta lággjaldaflugfélag heims.
Ryanair er eitt stærsta lággjaldaflugfélag heims. Getty
Dómstóll á Spáni hefur kallað stefnu írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair að rukka gjald fyrir handfarangur „óhóflega“, eftir að farþegi var sektaður fyrir að taka handfarangur um borð án sérstaks miða.Farþeginn var skikkaður til að greiða tuttugu evrur, um 2.700 krónur á gengi dagsins í dag, fyrir að taka tíu kílóa tösku með sér um borð.Ryanair heimilar farþegum að taka með sér smærri töskur um borð án þess að greiða þurfi fyrir það sérstaklega. Þurfa töskurnar þó að vera af þeirri stæðargráðu að hægt sé að koma þeim fyrir undir sætinu fyrir framan farþegann. Annars þurfi að greiða sérstakt gjald.Í frétt BBC segir að Ryanair ætli sér ekki að breyta farangursstefnu sinni. Að um einangrað tilvik sé að ræða þar sem frelsi flugfélagsins til að ákvarða farangursstærð í farþegarými sínu hafi verið mistúlkað.

Getty
Farþeginn var á leið frá Madríd á Spáni til Brussel í Belgíu þegar hann var rukkaður um gjaldið. Farþeginn stefndi flugfélaginu og dæmdi dómstóllinn, sem tekur fyrir neytendamál, að flugfélagið skyldi endurgreiða konunni, auk vaxta. Auðvelt hefði verið fyrir töskuna að komast fyrir í farþegarýminu.Dómstóllinn dæmdi stefnu flugfélagsins jafnframt dauða og ómerka og hefur krafist þess að Ryanair breyti henni.Dómstóllinn sagði þó að Ryanair þyrfti ekki að greiða farþeganum skaðabætur þar sem þótti sannað að farþeginn hafi ekki orðið fyrir nægilega miklu tilfinningalegu tjóni vegna málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.