Mandi pizza í stað Nonnabita Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 12:00 Mandi opnar pizzustað í húsnæðinu sem áður hýsti Nonnabita. Vísir/SKH „Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
„Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41
Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30
Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30