Handbolti

Staðfesta komu Sigvalda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi í landsleik.
Sigvaldi í landsleik. vísir/bára

Sigvaldi Guðjónsson, mun líkt og Haukur Þrastarson, ganga í raðir pólska stórliðsins, Kielce næsta sumar.

Vísir greindi fyrst frá málinu en hann kemur til félagsins frá Elverum í Noregi þar sem hann hefur farið á kostum undanfarið tímabil.Forseti Kielce lýsti yfir mikilli ánægju með komu Sigvalda í samtali við heimasíðu félagsins en Sigvalda er ætlað að fylla í skarð Blaz Janc sem er einn efnilegsasti leikmaður í sögu Slóvena.

Hann hefur spilað með félaginu síðan hann var fimmtán ára en hann er nú 23 ára. Ekki er ljóst hvert hann fer en Sigvalda er ætlað að fylla hans skarð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.