Viðskipti innlent

Hjón deildu titlinum

Eiður Þór Árnason skrifar
Hjónin Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson hafa staðið fyrir endurskipulagningu á rekstri 66°Norður.
Hjónin Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson hafa staðið fyrir endurskipulagningu á rekstri 66°Norður. ÍMARK

Hjónin Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson, eigendur 66°Norður, hlutu í kvöld verðlaunin Markaðsmaður ársins á Íslensku markaðsverðlaununum.

Verðlaunin voru afhent í Gamla bíói við hátíðlega athöfn og er þetta í annað sinn frá því að verðlaunin voru fyrst veitt árið 1981 sem hjón deila þeim. Verðlaunin eru veitt af ÍMARK, samtökum íslensks markaðsfólks og eru ætluð þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári, er segir í tilkynningu frá ÍMARK.

Þar kemur fram að Sjóklæðagerð Íslands hafi verið stofnuð á 66. breiddargráðu á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926 af Hans Kristjánssyni sem ferðaðist til Noregs til að læra að sauma sjóföt.

Tæp níu ár eru frá því að Helgi og Bjarney komu að félaginu. Í fyrra fengu þau bandarískan fjárfestingarsjóð til að koma með aukið fjármagn inn í félagið. Einnig naut það þekkingar og reynslu sjóðsins af því að byggja upp virt vörumerki í fatageiranum.

Í kjölfarið var öll starfsemi fyrirtækisins endurskipulögð með það að markmiði að styrkja innviði þess svo það væri betur í stakk búið til að vaxa enn frekar á erlendri grundu.

Mikil vinna er sögð hafa verið lögð í hönnun og vöruþróun fyrirtækisins en vörur 66°Norður hafa verið í boði í mörgum af virtustu verslunum heims í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan, er fram kemur í tilkynningunni. Vörur félagsins einnig sagðar hafa fengið einróma lof í erlendum fjölmiðlum víða um heim.

Uppfært klukkan 21:15. Fréttin var leiðrétt í ljósi þess að sú fullyrðing að Bjarney og Helgi hafi verið fyrstu hjónin til að deila verðlaununum, eins og því var haldið fram í tilkynningu ÍMARK, reyndist röng. Hjónin Bjössi og Hafdís í Worldclass deildu einnig titilinum árið 2006.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.