Viðskipti innlent

2,5 milljörðum varið í fjár­mögnun frum­kvöðla­sjóðs

Eiður Þór Árnason skrifar
Stofnun sjóðsins er sögð hluti af viðamiklum aðgerðum ráðherrans í þágu nýsköpunar.
Stofnun sjóðsins er sögð hluti af viðamiklum aðgerðum ráðherrans í þágu nýsköpunar. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag nýjan íslenskan hvatasjóð sem ber nafnið Kría frumkvöðlasjóður.

Um er að ræða hvatasjóð nýsköpunardrifins frumkvöðlastarfs sem mun fjárfesta í vísissjóðum (e. Venture Capital) og honum ætlað að auka aðgengi að fjármagni fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinni að nýsköpun, segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

„Með Kríu frumkvöðlasjóði festum við í sessi og eflum fjármögnunarumhverfi frumkvöðla og tryggjum þannig áframhaldandi vöxt þeirra með því að vera hvati vísifjárfestinga,“ er þar haft eftir nýsköpunarráðherra um stofnun sjóðsins.

Í fjármálaáætlun ríkissjóðs er gert ráð fyrir samtals 2,5 milljarði á næstu þremur árum til að fjármagna Kríu.

Þórdís kynnti einnig í dag fleiri aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu nýsköpunar. Þar á meðal verður farið þess á leit við Orkustofnun að hún opni fyrir aðgang að gögnum sínum í þágu nýsköpunar og stofnuð verður hugveita skipuð frumkvöðlum sem leggi meðal annars til ábendingar eða tillögur sem þarfnist úrlausnar á málasviði ráðherrans.

Einnig verður sú krafa gerð til stofnana sem heyra undir ráðuneyti hennar að hluta fjárveitinga verði varið í aðkeyptar nýsköpunarlausnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
4,29
1
1.530
TM
3,09
8
99.513
SIMINN
2,74
6
199.215
SJOVA
1,75
8
199.986
VIS
1,55
22
173.875

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,63
23
7.293
BRIM
-0,25
1
20.275
MAREL
0
19
248.358
SKEL
0
1
16.420
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.