Enski boltinn

Southgate mun fylgjast vel með Stones í stórleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stones í leik með City fyrr á leiktíðinni.
Stones í leik með City fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að hann muni fylgjast með enska miðverðinum, John Stones, er Liverpool og Manchester City mætast í dag.

Southgate hefur ekki valið Stones í enska landsliðið síðan hann gerðist sekur um afdrífarik mistök í 3-1 tapi gegn Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.

Stones var meiddur í verkefnunum sem voru í september og október en var einfaldlega ekki valinn fyrir leikina sem eru framundan hjá enska landsliðinu á næstu vikum.

Stones verður í eldlínunni í dag er Manchester City heimsækir Liverpool í stórleik ensku deildarinnar en liðin berjast á toppi deildarinnar.
„Við vitum gæði hans. Hann spilaði mikilvæga rullu þegar við komumst í undanúrslitin á HM og í Þjóðadeildinni. Svo lenti hann í erfiðum tíma í enda síðustu leiktíðar og byrjun þessarar vegna meiðsla,“ sagði Southgate.

„Ég held að nú sé mikilvægur kafli hjá honum með félaginu hans. Í leikjunum sem hann hefur spilað nýlega hefur hann spilað vel en það reynir ekki alltaf á City án boltans. Ég held að það gæti gerst á sunnudaginn (í dag).“

Leikur Liverpool og Man. City hefst klukkan 16.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.