Enski boltinn

Southgate mun fylgjast vel með Stones í stórleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stones í leik með City fyrr á leiktíðinni.
Stones í leik með City fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að hann muni fylgjast með enska miðverðinum, John Stones, er Liverpool og Manchester City mætast í dag.

Southgate hefur ekki valið Stones í enska landsliðið síðan hann gerðist sekur um afdrífarik mistök í 3-1 tapi gegn Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.

Stones var meiddur í verkefnunum sem voru í september og október en var einfaldlega ekki valinn fyrir leikina sem eru framundan hjá enska landsliðinu á næstu vikum.

Stones verður í eldlínunni í dag er Manchester City heimsækir Liverpool í stórleik ensku deildarinnar en liðin berjast á toppi deildarinnar.





„Við vitum gæði hans. Hann spilaði mikilvæga rullu þegar við komumst í undanúrslitin á HM og í Þjóðadeildinni. Svo lenti hann í erfiðum tíma í enda síðustu leiktíðar og byrjun þessarar vegna meiðsla,“ sagði Southgate.

„Ég held að nú sé mikilvægur kafli hjá honum með félaginu hans. Í leikjunum sem hann hefur spilað nýlega hefur hann spilað vel en það reynir ekki alltaf á City án boltans. Ég held að það gæti gerst á sunnudaginn (í dag).“

Leikur Liverpool og Man. City hefst klukkan 16.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×