Sportpakkinn: Alawoya og Zabas til Vals? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 15:30 PJ Alawoya varð Íslandsmeistari með KR 2017. vísir/anton Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Sjá meira
Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Sjá meira