Viðskipti innlent

Bein útsending: Borgarstjóri kynnir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér mun rísa Vogabyggð.
Hér mun rísa Vogabyggð. Reykjavík

Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn í dag klukkan níu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reiknað er með því að fundurinn standi í tvær klukkustundir.

Reykjavíkurborg streymir fundinum og má sjá streymið hér að neðan.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að dregin verði upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla sé lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

„Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um borgina. Þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. Til að setja þetta í samhengi má benda á að í dag eru um 54.000 íbúðir í borginni,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Dagskrá:

Uppbygging íbúða í Reykjavík. 
-Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ný búsetuform í borgum. 
-Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta

Húsnæðisuppbygging í hverfaskipulagi.
-Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.