Bílar

Ford Mustang Mach-E væntanlegur 2021

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ford Mustang Mach-E er laglegur bíll á að líta.
Ford Mustang Mach-E er laglegur bíll á að líta. Vísir/Ford

Ford ætlar sér að herja inn á sport-rafjeppa markaðinn með Mustang Mach-E árið 2021. Bílnum er ætlað að drífa eina 480 km. á einni hleðslu og hann kemur afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn.

Ford Mustang Mach-E verður áhugaverð viðbót á sport-rafjeppamarkaðinn. Vísir/Ford

Tvær útfærslur af rafhlöðum verða í boði, grunn útfærslan verður 75,7 kWh og stærri gerðin verður 98,8 kWh. Markmiðið er að minni rafhlaðan skili afturhjóladrifnu útgáfunni frá núll upp í 100 km/klst. á um fjórum sekúndum. En sú aflmeiri á að gera slíkt hið sama á 3,5 sekúndum.

Afþreyingarkerfið mun fá yfirhalningu og verður aðgengilegt notendum í gegnum 15,5 tommu skjá. Kerfið verður uppfært í gegnum Internetið eins og nú tiðkast með rafmagnsbíla.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.