Þú ert sætur Anna Claessen skrifar 19. nóvember 2019 09:30 „Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Claessen Ástin og lífið Tinder Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst?
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun