Skoðun

Þú ert sætur

Anna Claessen skrifar
„Þú ert sætur.”Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip.Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn.Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit.Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld?Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki.Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra?Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst?
Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.