Viðskipti innlent

Björgólfur víkur úr stjórn Sjóvá

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Björgólfur Jóhannsson (til vinstri), settur forstjóri Samherja, hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna.
Björgólfur Jóhannsson (til vinstri), settur forstjóri Samherja, hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna. Vísir/Sigurjón

Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, tilkynnti stjórnarmönnum í Sjóvá-Almennra trygginga hf. í dag að hann hygðist víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna en áður gegndi hann stjórnarformennsku í stjórn félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá tryggingafélaginu til Kauphallarinnar í dag.

Hildur Árnadóttir mun taka við stjórnarformennsku af Björgólfi og þá mun Erna Gísladóttir, varamaður í stjórn Sjóvá, taka sæti í stjórn félagsins.


Tengdar fréttir

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.

Þorsteinn Már stígur til hliðar

Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.

Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja

Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.