Formúla 1

Bottas á ráspól í Texas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valtteri Bottas keyrir fyrir Mercedes
Valtteri Bottas keyrir fyrir Mercedes vísir/getty

Valtteri Bottas verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Texas verður ræstur annað kvöld eftir að hafa verið hraðastur í tímatökunni í kvöld.

Bottas átti besta tímann eftir fyrri hring síðasta hluta tímatökunnar en mjótt var þó á mununum. Enginn af keppinautum hans náði að skáka honum í seinni hringnum svo Bottas verður á ráspól.

Hans besti tími var 1:32.029 mínútur, sem er brautarmet. Hann var aðeins 0,012 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel sem varð annar.

Max Verstappen á Red Bull náði þriðja besta tímanum, Charles Leclerc var fjórði og maðurinn sem freistar þess að verða heimsmeistari á morgun, Lewis Hamilton, þurfti að sætta sig við fimmta sætið.

Kappaksturinn á morgun hefst klukkan 19:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.