Körfubolti

Frábær varnartilþrif Tryggva | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins einn leikmaður hefur varið fleiri skot í spænsku úrvalsdeildinni en Tryggvi.
Aðeins einn leikmaður hefur varið fleiri skot í spænsku úrvalsdeildinni en Tryggvi. vísir/bára
Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik þegar Casademont Zaragoza vann San Pablo Burgos, 69-78, í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.Tryggvi lék í tæpan stundarfjórðung; skoraði sex stig, tók fimm fráköst og varði þrjú skot.Hér fyrir neðan má sjá tvö af þeim þremur skotum sem Tryggvi varði gegn San Pablo Burgos. Afskaplega flott varnartilþrif hjá Bárðdælingnum.Zaragoza hefur farið vel af stað á tímabilinu og er í 2. sæti spænsku deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum á eftir toppliði Real Madrid.Í vetur hefur Tryggvi skorað 4,4 stig, tekið 2,1 fráköst og varið 1,6 skot að meðaltali í leik.Tryggvi er með næstflest varin skot að meðaltali í leik í spænsku deildinni. David Kravish, leikmaður BAXI Manresa, er sá eini sem hefur varið fleiri skot en Tryggvi.Tryggvi var þriðji framlagshæsti leikmaður Zaragoza í leiknum gegn San Pablo Borgos með tólf framlagsstig. Þá vann liðið þær mínútur sem hann var inni á vellinum með ellefu stigum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.