Ekki lengur Facebook heldur FACEBOOK Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:39 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, svaraði spurningum þingmanna í síðasta mánuði. AP/Andrew Harnik Fyrirtækið Facebook kynnti í dag nýtt merki fyrirtækisins. Merkinu, FACEBOOK, er ætlað að aðgreina fyrirtækið frá stærsta samfélagsmiðli þess, Facebook, og í senn tengja aðra samfélagsmiðla þess eins og Instagram, WhatsApp og Messenger við FACEBOOK. Fyrirtækið var stofnað fyrir um fimmtán árum og snýst um mun meira en bara upprunalega samfélagsmiðilinn. Merkið FACEBOOK mun breyta um lit, eftir því í hvaða miðli fyrirtækisins það birtist. Breytingin mun taka gildi á komandi vikum, samkvæmt tilkynningu.Áhugasamir geta kynnt sér hönnunarferli nýja merkisins hér.Samkvæmt Bloomberg kom til greina að breyta nafni móðurfélagsins. Það var þó ekki lendingin og var það vegna þess að forsvarsmenn Facebook vildu ekki láta líta út fyrir að þeir væru á flótta undan vandræðum Facebook. Þau eru umtalsverð.Svona munu tengsl miðla og fyrirtækisins koma í ljós í forritum Facebook.Forsvarsmenn Facebook hafa meðal annars verið harðlega gagnrýndir fyrir að bregðast ekki nægilega við áróðri og fölskum upplýsingum á samfélagsmiðlinum. Stefna Facebook er sú að stjórnmálamenn megi beinlínis ljúga í auglýsingum.Facebook hefur einnig verið harðlega gagnrýnt vegna meðhöndlunar á persónuupplýsingum og vegna umsvifa þess og stærðar. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa jafnvel lagt til að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur meðal annara lagt það til. Sömuleiðis hefur fyrirtækið orðið fyrir mótlæti vegna áætlunar um að stofna rafmynt sem hægt verði að nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu 47 ríkissaksóknarar víðsvegar um Bandaríkin rannsaka nú viðskiptahætti Facebook og þá með sérstakri áherslu á það hvort forsvarsmenn þess hafi brotið samkeppnislög. Rannsóknir þessar eru leiddar af ríkissaksóknara New York. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrirtækið Facebook kynnti í dag nýtt merki fyrirtækisins. Merkinu, FACEBOOK, er ætlað að aðgreina fyrirtækið frá stærsta samfélagsmiðli þess, Facebook, og í senn tengja aðra samfélagsmiðla þess eins og Instagram, WhatsApp og Messenger við FACEBOOK. Fyrirtækið var stofnað fyrir um fimmtán árum og snýst um mun meira en bara upprunalega samfélagsmiðilinn. Merkið FACEBOOK mun breyta um lit, eftir því í hvaða miðli fyrirtækisins það birtist. Breytingin mun taka gildi á komandi vikum, samkvæmt tilkynningu.Áhugasamir geta kynnt sér hönnunarferli nýja merkisins hér.Samkvæmt Bloomberg kom til greina að breyta nafni móðurfélagsins. Það var þó ekki lendingin og var það vegna þess að forsvarsmenn Facebook vildu ekki láta líta út fyrir að þeir væru á flótta undan vandræðum Facebook. Þau eru umtalsverð.Svona munu tengsl miðla og fyrirtækisins koma í ljós í forritum Facebook.Forsvarsmenn Facebook hafa meðal annars verið harðlega gagnrýndir fyrir að bregðast ekki nægilega við áróðri og fölskum upplýsingum á samfélagsmiðlinum. Stefna Facebook er sú að stjórnmálamenn megi beinlínis ljúga í auglýsingum.Facebook hefur einnig verið harðlega gagnrýnt vegna meðhöndlunar á persónuupplýsingum og vegna umsvifa þess og stærðar. Stjórnmálamenn vestanhafs hafa jafnvel lagt til að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur meðal annara lagt það til. Sömuleiðis hefur fyrirtækið orðið fyrir mótlæti vegna áætlunar um að stofna rafmynt sem hægt verði að nota til að greiða fyrir vörur og þjónustu 47 ríkissaksóknarar víðsvegar um Bandaríkin rannsaka nú viðskiptahætti Facebook og þá með sérstakri áherslu á það hvort forsvarsmenn þess hafi brotið samkeppnislög. Rannsóknir þessar eru leiddar af ríkissaksóknara New York.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira