Handbolti

Sigrar hjá Ís­lendinga­liðunum í Dan­mörku: Viktor Gísli og Björg­vin í stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern.
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern. vísir/getty

Íslendingaliðið GOG vann þriggja marka sigur á Lemvig-Thyboron, 30-27, er liðin mættust í danska boltanum í dag.

GOG var einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 16-15, og sigurinn var í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik í markinu. Hann varði tíu skot og var með 38% markvörslu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson ekkert.

Annað Íslendingalið, Skjern, vann einnig sigur í kvöld en Skjern vann sex marka sigur á Nordsjælland, 31-25, eftir að hafa leitt 16-11 í hálfleik.

Björgvin Páll Gústavsson varði sjö bolta í marki Skjern og endaði með tæplega 30% markvörslu. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og gaf eina stoðsendingu.

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar í Skjern eru í 3. sæti deildarinnar með þrettán stig en GOG er í sjöunda sætinu með tíu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.