Handbolti

Sigrar hjá Ís­lendinga­liðunum í Dan­mörku: Viktor Gísli og Björg­vin í stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern.
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern. vísir/getty
Íslendingaliðið GOG vann þriggja marka sigur á Lemvig-Thyboron, 30-27, er liðin mættust í danska boltanum í dag.

GOG var einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 16-15, og sigurinn var í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik í markinu. Hann varði tíu skot og var með 38% markvörslu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson ekkert.







Annað Íslendingalið, Skjern, vann einnig sigur í kvöld en Skjern vann sex marka sigur á Nordsjælland, 31-25, eftir að hafa leitt 16-11 í hálfleik.

Björgvin Páll Gústavsson varði sjö bolta í marki Skjern og endaði með tæplega 30% markvörslu. Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og gaf eina stoðsendingu.







Patrekur Jóhannesson og lærisveinar í Skjern eru í 3. sæti deildarinnar með þrettán stig en GOG er í sjöunda sætinu með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×