Körfubolti

Martin og félagar hlupu á vegg í Ísrael

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik fyrr á leiktíðinni.
Martin í leik fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar áttu ekki roð í Maccabi Tel Aviv er Alba Berlín steinlá í Ísrael í kvöld, 104-78, þegar liðin mættust í EuroLeague.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru fimmtán stigum yfir í leikhlé.

Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrðu yfir þá þýsku sem réðu ekkert við heimamenn. Munurinn að endingu 26 stig.

Martin skoraði fjögur stig. Hann hitti úr tveimur af fjórum tveggja stiga skotum sínum en að auki tók hann eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar.

Alba Berlín er á botni EuroLeague með einn sigur í fyrstu sjö leikjunum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.