Körfubolti

Brynjar Þór: Jón er náttúrulega bara tekinn út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Þór í leik gegn Tindastól.
Brynjar Þór í leik gegn Tindastól. Vísir/Bára
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR og fyrrum leikmaður Tindastóls, var vægast sagt ósáttur eftir sjö stiga tap KR gegn Stólunum í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og sexfaldir Íslandsmeistarar KR hafa nú tapað tveimur leikjum í röð.

„Kristófer er ekki með í leiknum og Jón Arnór er náttúrulega tekinn út. Þetta var skrýtinn leikur en við erum að verða betri. Vorum betri en í síðustu viku og erum hægt og rólega að komast af stað,“ sagði súr Brynjar Þór Björnsson að leik loknum.

„Hann lendir þrisvar í því að fara í gólfið eftir Helga Rafn, það er leiðinlegt að sjá þetta og þetta var hárrétt óíþróttamannsleg villa. Það má ekki gleyma því að fæturnir eru verkfæri okkar körfuboltamanna og ég veit það best að án þeirra gerir maður lítið.“

„Síðastliðin vika var besta æfingavikan í vetur og við byggjum á því,“ sagði Brynjar Þór að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×