Körfubolti

Ingi og Helgi hnakkrifust eftir leikinn | Sjáðu rifrildið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingi og Helgi fara yfir málin.
Ingi og Helgi fara yfir málin. vísir/skjáskot

Mönnum var ansi heitt í hamsi í DHL-höllinni í kvöld eftir að Tindastóll hafði unnið nauman sigur á sexföldum Íslandsmeisturum KR.

Jón Arnór Stefánsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik eftir samstuð við Helga Rafn Viggósson.

Jón virtist sárþjáður eftir samstuðið og Helgi fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ómyrkur í máli eftir leikinn og sagði að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem Helgi gerist sekur um slíkt brot.

Eftir leikinn, þegar flestir í húsinu voru farnir heim, lenti Inga og Helga saman. Þeir rifust heiftarlega en Helgi virtist sverja af sér allar sakir er þeir fóru yfir málin.

Rifrildið má sjá hér að neðan.


Klippa: Rifrildi Inga og HelgaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.