Viðskipti innlent

Vill auðvelda norðurljósaleitina á Íslandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Norðurljós trekkja að fjölda ferðamanna á hverju ári.
Norðurljós trekkja að fjölda ferðamanna á hverju ári. fbl/ernir
Smáforritinu Hello Aurora, sem ætlað er að auðvelda fólki að finna norðurljós, var ýtt úr vör á dögunum. Smáforritið er á ensku en sérhannað fyrir norðurljósaleit á Íslandi, ekki síst fyrir ferðamenn.

Forritið reiðir sig á mikið magn upplýsinga til að auðvelda leitina, að sögn Jérémy Barbet sem að forritinu stendur. Til að mynda styðst Hello Aurora við veðurspár frá Belgingi, veðurviðvaranir frá Veðurstofunni og norðurljósagögn frá bandrísku haf- og loftslagsstofnuninni (NOAA).

Hann segir það gera forritinu kleift að teikna upp áreiðanlega norðurljósaspá sem tekur mið af veðurfarinu hverju sinni. Þannig geti notendur áttað sig á því með góðum fyrirvara hvert þeir eigi að fara til að sjá örugglega norðurljós. Barbet segir að innan tíðar verði upplýsingum frá Vegagerðinni jafnframt bætt við forritið til að tryggja öryggi ökumanna. 

Hér má sjá hluta af notkunarmöguleikum Hello Aurora.Hello Aurora
Þá geta notendur fengið viðvaranir þegar miklar líkur eru á norðurljósum þann daginn, auk þess sem þeir geta deilt staðsetningu sinni með öðrum notendum til að auðvelda þeim norðurljósaleitina.

Barbet er starfsmaður hönnunarstofunnar Ueno en segist hafa forritað og annað Hello Aurora í frítíma sínum. Fyrir vikið getur hann boðið forritið að kostnaðarlausu fyrir Android og iOS.

Nánari upplýsingar um Hello Aurora má nálgast á vefsíðu smáforritsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×