Handbolti

Sigrar hjá GOG og Álaborg í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði í leik með Álaborg.
Janus Daði í leik með Álaborg. vísir/getty
Það var góður dagur hjá dönsku Íslendingaliðunum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

GOG vann fimm marka sigur á Kadetten Schaffhausen á heimavelli sínum 35-30.

GOG var yfir allan leikinn og var sigurinn nokkuð þægilegur. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir GOG.

Álaborg var einnig á heimavelli og vann þriggja marka sigur á Flensburg-Handewitt.

Janus Daði Smárason átti góðan leik fyrir Álaborg og skoraði sex af mörkum Álaborgar í 31-28 sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×