Handbolti

Sigrar hjá GOG og Álaborg í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði í leik með Álaborg.
Janus Daði í leik með Álaborg. vísir/getty

Það var góður dagur hjá dönsku Íslendingaliðunum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

GOG vann fimm marka sigur á Kadetten Schaffhausen á heimavelli sínum 35-30.

GOG var yfir allan leikinn og var sigurinn nokkuð þægilegur. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir GOG.

Álaborg var einnig á heimavelli og vann þriggja marka sigur á Flensburg-Handewitt.

Janus Daði Smárason átti góðan leik fyrir Álaborg og skoraði sex af mörkum Álaborgar í 31-28 sigrinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.