Kirkjujarðasamkomulagið - Óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 21. október 2019 10:00 Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun