Viðskipti innlent

Munu þjálfa starfsfólk í sýndarveruleika

Björn Þorfinnsson skrifar
Marel notar sýndarveruleika í síauknum mæli í starfsemi fyrirtækisins.
Marel notar sýndarveruleika í síauknum mæli í starfsemi fyrirtækisins.

Brim hf. hefur undirritað samning við Marel um kaup og uppsetningu á hátæknivinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu. Í tilkynningu fyrirtækjanna segir að aðstaða Brims á Norðurgarði í Reykjavík verði fullkomnasta vinnslustöð fyrir bolfisk á heimsvísu en áætlað er að vinnslukerfið verði sett upp um mitt næsta ár.

Kerfið felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal öflugt gæðaeftirlitskerfi og nýjustu róbótatækni sem mun sjálfvirknivæða og straumlínulaga vinnsluna til muna. Athygli vekur að hin nýja lausn Marels var kynnt fyrir stjórnendum Brims í gegnum sýndarveruleika áður en samningur um kaupin var undirritaður. Í tölvuhermiveröld gátu forsvarsmenn Brims gengið eftir öllum stigum vinnslunnar og segir í tilkynningunni að það hafi auðveldað ákvarðanatökuna.

Þá mun þjálfun starfsfólks einnig fara fram í sýndarveruleika þannig að vinnsla getur hafist strax að uppsetningu lokinni. Frá fyrsta degi mun starfsfólk Brims geta starfrækt búnaðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.