Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 19:16 Tvær af MAX-vélum Icelandair við flugskýli á Keflavíkurflugvelli.. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær. Vísir/KMU. Iclandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. Félagið hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en áður hafði það reiknað með að geta tekið vélarnar í notkun í janúar. Því hefur verið nú frestað um mánuð. „Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á flugáætlun félagsins í vetur sem þegar hefur verið kynnt,“ segir í tilkynningunni. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og framlengja þetta tímabil með góðum fyrirvara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flotanum hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni. MAX-vélarnar hafa sem kunnugt er verið í flugbanni í rúmlega hálft ár eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing vinnur nú að endurbótum á flugvélinni svo hægt verði að afnema flugbannið. „Félagið heldur áfram að fylgjast með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Nú fer fram yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóða flugmálayfirvöldum með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur,“ segir í tilkynningunni.Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa þegar náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í tilkynningunni segir að áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Iclandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. Félagið hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en áður hafði það reiknað með að geta tekið vélarnar í notkun í janúar. Því hefur verið nú frestað um mánuð. „Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á flugáætlun félagsins í vetur sem þegar hefur verið kynnt,“ segir í tilkynningunni. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og framlengja þetta tímabil með góðum fyrirvara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flotanum hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni. MAX-vélarnar hafa sem kunnugt er verið í flugbanni í rúmlega hálft ár eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing vinnur nú að endurbótum á flugvélinni svo hægt verði að afnema flugbannið. „Félagið heldur áfram að fylgjast með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Nú fer fram yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóða flugmálayfirvöldum með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur,“ segir í tilkynningunni.Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa þegar náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í tilkynningunni segir að áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30