10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 11:05 Norðmenn hafa ástæðu til að fagna enda virðist fjárhagsstaða norska ríkisins nokkuð traust. Getty Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó. Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárhagsstaða norska ríkisins virðist traust. Greint var frá því í morgun að í fyrsta sinn séu verðmæti í norska olíusjóðnum metin meiri en 10 þúsund milljarðar norskra króna. Það samsvarar 136.200 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 23 ár eru nú liðin frá stofnun olíusjóðsins. Fjármálaráðuneyti landsins lagði þá, árið 1996, inn tvo milljarða norskra króna. Síðan þá hefur olíuauðurinn að stórum hluta verið lagður í sjóðinn og stjórnendur fjárfest víða um heim. „Við vorum heppin að finna olíuna. Arðbærni fjárfestinga á alþjóðlegum mörkuðum hefur verið svo mikil að það er hægt að líkja því við að finna olíu upp á nýtt,“ er haft eftir Yngve Slyngstad, yfirmanni sjóðsins, í yfirlýsingu í morgun. Verðmætaaukninguna má meðal annars rekja til veikingar norsku krónunnar. Þó er talin full ástæða til að fagna áfanganum. „Umfang sjóðsins hefur farið fram úr öllum þeim væntingum sem við höfðum þegar þessi vegferð hófst. Þetta hefur verið svakalega vel heppnað og það er góð og gild ástæða til að fagna því að svo vel hafi gengið,“ sagði Knut Kjær sem var fyrsti yfirmaður sjóðsins, í samtali við norska fjölmiðla.Olíusjóðurinn rekur skrifstofur í Osló, Lundúnum, New York, Singapúr og Sjanghæ. Fimmtíu ár eru í desember frá því að norsk stjórnvöld greindu frá því að olía hafi fundist í Norðursjó.
Bensín og olía Noregur Tímamót Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira