Enski boltinn

„Grealish er ótrúlegur leikmaður en of dýr fyrir Manchester“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jack Grealish.
Jack Grealish. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósaði Jack Grealish, leikmanni Aston Villa, í hástert eftir leik liðanna í enska boltanum um helgina.

Man. City vann 3-0 sigur á nýliðum Villa í gær. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleiknum gengu meistararnir á lagið og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur.

Guardiola var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum en síðari hálfleikurinn var betri. Hann hreifst þó að frammistöðu fyrirliða Aston Villa, Jack Grealish.

„Hann er ótrúlegur. Topp leikmaður. Ég er ánægður að hann var áfram hjá Villa í ensku B-deildinni og varði félagið sitt,“ sagði Spánverjinn í leikslok.





„Hann er hæfileikaríkur leikmaður sem býr alltaf eitthvað til en hann er of dýr fyrir Manchester.“

Villa varð þó fyrir áfalli í leiknu því Grealish þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiksins og ólíklegt er að hann verði klár í slaginn gegn Wolves í Carabao-deildarbikarnum á miðvikudag.

Sama kvöld mætir Manchester City Southampton en Dýrlingarnir töpuðu 9-0 fyrir Leicester á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×