Formúla 1

Hamilton með rúmlega níu fingur á titlinum eftir sigur í Mexíkó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nánast orðinn heimsmeistari í sjötta sinn
Nánast orðinn heimsmeistari í sjötta sinn vísir/getty

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton sigraði Mexíkó kappaksturinn í Formúla 1 en honum lauk nú rétt í þessu. Félagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, kom þriðji í mark sem þýðir að Hamilton er ekki búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn endanlega.

Þetta var tíundi sigur Hamilton á tímabilinu og með sigri í Bandaríkjunum um næstu helgi tryggir hann sér heimsmeistaratitilinn í sjötta sinn á ferlinum.

Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og félagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, varð fjórði. 

Kappakstrinum verða gerð nánari skil á Vísi á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.