Bílar

Lamborghini kynnir nýjan ofurbíl í myndbandi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lamborghini setur markið á Ferrari FXX með nýjum bíl.
Lamborghini setur markið á Ferrari FXX með nýjum bíl. Getty
Akstursíþróttadeild Lamborghini, Squadra Corse er að vinna að brautarútgáfu af Aventador. Myndband af bílnum er í fréttinni.Lamborghini vill með þessum bíl skora á hólm Ferrari með sinn FXX bíl. Óstaðfestar fregnir herma að Lamborghini-inn sem gengur undir nafninu SVR muni fá 6,5 lítra V12 vél sem skilar um 818 hestöflum.Um er að ræða nýja yfirbyggingu. Útlínurnar eru ekki í miklum takti við Aventador, sem er þó grunnurinn að þessum bíl.Samkvæmt yfirmanni Lamborghini, Stefano Domenicali er hugsanlegt að bíllinn verði skráður til leiks í Le Mans keppnina, sennilega 2021.

Le Mans er sólarhringskappakstur þar sem bílaframleiðendur etja kappi sín á milli. Oft er það áreiðanleiki fremur en hreinn og beinn hraði sem ræður úrslitum þar.Reglur keppninnar eru þó strangar og því er líklegt að sá bíll sem færi til Le Mans í Frakklandi yrði nánast löglegur götubíll. SVR af þeirri gerð sem sést í myndbandinu er ekki ætlað að vera löglegur á götum úti. Hann á eingöngu að vera á kappakstursbrautum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.