Handbolti

Ólafur tryggði Kristianstad fyrsta stigið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur er algjör lykilmaður hjá Kristianstad
Ólafur er algjör lykilmaður hjá Kristianstad vísir/getty

Íslendingalið Kristianstad fékk Kadetten Schaffhausen í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld og voru Teitur Örn Einarsson og Ólafur Guðmundsson báðir í eldlínunni hjá Kristianstad.

Ólafur fór raunar mikinn í sóknarleik sænska liðsins þar sem hann var markahæsti leikmaður vallarins með 9 mörk úr sextán skotum.

Hann jafnaði metin í 25-25 þegar rúm mínúta lifði leiks og reyndust það lokatölur leiksins.

Teitur Örn skoraði ekkert mark þrátt fyrir fjórar skottilraunir.

Fyrsta stig Kristianstad í D-riðli Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð og er liðið í sjötta og neðsta sæti riðilsins eftir fjóra leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.