Handbolti

Evrópuhelgi hjá íslensku liðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH og Selfoss eiga krefjandi leiki á morgun.
FH og Selfoss eiga krefjandi leiki á morgun. vísir/vilhelm

Íslandsmeistarar Selfoss og FH berjast fyrir lífi sínu í EHF-bikarnum um helgina.

Selfoss tekur á móti sænska liðinu Malmö klukkan 18.00 á morgun og þarf að vinna upp sex marka forskot sænska liðsins.

Malmö vann fyrri leik liðanna, 33-27, eftir að staðan í leikhléi var 17-17. Íslandsmeistararnir þurfa því að eiga algjöran toppleik á morgun og þeir eru alltaf til alls vísir á heimavelli sínum.

FH er komið til Noregs þar sem liðið sækir Arendal heim. FH fékk á baukinn í fyrri leiknum í Krikanum, 25-30, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Sá leikur hefst klukkan 19.00 annað kvöld.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.