Körfubolti

Körfuboltakvöld: Fannar Skammar sneri aftur með látum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fannar skammaði duglega í gærkvöldi.
Fannar skammaði duglega í gærkvöldi. vísir/skjáskot

Í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar í gærkvöldi var 2.umferð í Dominos deild karla og kvenna gerð upp og voru þeir Kristinn Friðriksson, Sævar Sævarsson og Fannar Ólafsson Kjartani til halds og trausts.

Einn allra vinsælasti dagskrárliðurinn í Körfuboltakvöldi er þegar Fannar bregður undir sig betri fætinum og lætur leikmenn deildarinnar heyra það fyrir slæm tilþrif. 

Fannar var í góðum gír í gærkvöldi og brast til að mynda í söng yfir letilegum leik Mantas Virbalas, miðherja Þórs.

Sjón er sögu ríkari en innslagið í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Klippa: Körfuboltakvöld: Fannar Skammar


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.