Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins gerðu jafntefli við Löwen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen. vísir/getty
Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen fengu stórlið Rhein Neckar Löwen í heimsókn. Úr varð hörkuleikur þar sem einu til tveimur mörkum munaði á liðunum stærstan hluta leiksins en Erlangen hafði eins marks forystu í leikhléi, 17-16.Löwen náði undirtökunum í leiknum þegar á leið og höfðu tveggja marka forystu þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Erlangen náði hins vegar að skora tvö síðustu mörk leiksins. Niðurstaðan 29-29 jafntefli í hörkuleik.Alexander Pettersson komst ekki á blað hjá Löwen en Uwe Gensheimer fór mikinn í leiknum og gerði 13 mörk fyrir Löwen. Markahæstur heimamanna var Sime Ivic með átta mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.