Handbolti

PSG og Pick Szeged með þægilega sigra

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðjón fagnar marki fyrir PSG
Guðjón fagnar marki fyrir PSG vísir/getty

Það var Íslendingaslagur í Meistaradeild Evrópu í Álaborg í dag þegar heimamenn fengu ungverska stórliðið Pick Szeged í heimsókn.

Arnór Atlason er annar þjálfara Álaborgar og Janus Daði Smárason lék með liðinu í dag en Ómar Ingi Magnússon var fjarri góðu gamni. Í liði Pick Szeged fékk Stefán Rafn Sigurmannsson að reyna sig en hvorki Janus Daði né Stefán Rafn komust á blað í leiknum.

Gestirnir voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og unnu sjö marka sigur, 28-35 eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi. Bence Banhidi fór mikinn hjá Ungverjunum og skoraði 11 mörk.

Á sama tíma var Celje Lasko í heimsókn hjá Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í PSG. Það var lítið skorað í fyrri hálfleiknum og staðan í leikhléi 7-7. Í síðari hálfleik tók Parísarliðið öll völd á vellinum og vann öruggan níu marka sigur, 27-18.

Guðjón Valur skoraði eitt mark úr fjórum skotum en Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.