Viðskipti innlent

Varða Capital tapaði 450 milljónum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Tap Vörðu Capital jókst á milli ára.
Tap Vörðu Capital jókst á milli ára. Fréttablaðið/Valli

Fjárfestingarfélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, tapaði um 450 milljónum króna á síðasta ári. Tapið jókst á milli ára en það nam 267 milljónum á árinu 2017.

Tapið má aðallega rekja til niðurfærslu á eignarhlutum í dóttur- og hlutdeildarfélögum, meðal annars V.M. sem rekur verslanir á borð við Vera Moda og Jack&Jones.

Samkvæmt ársreikningi V.M. var félaginu lagt til nýtt hlutafé upp á 100 milljónir króna í byrjun árs en það var nýtt til að greiða niður vaxtaberandi skuldir. Samhliða var endursamið um afborganir lána. Tap V.M. nam um 128 milljónum á síðasta ári.

Varða Capital kemur að fjármögnun hótelsins við Hörpu og er aðaleigandi Nespresso á Íslandi. Eignir félagsins námu um 2,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé 966 milljónir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.