Viðskipti innlent

Varða Capital tapaði 450 milljónum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Tap Vörðu Capital jókst á milli ára.
Tap Vörðu Capital jókst á milli ára. Fréttablaðið/Valli
Fjárfestingarfélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, tapaði um 450 milljónum króna á síðasta ári. Tapið jókst á milli ára en það nam 267 milljónum á árinu 2017.Tapið má aðallega rekja til niðurfærslu á eignarhlutum í dóttur- og hlutdeildarfélögum, meðal annars V.M. sem rekur verslanir á borð við Vera Moda og Jack&Jones.Samkvæmt ársreikningi V.M. var félaginu lagt til nýtt hlutafé upp á 100 milljónir króna í byrjun árs en það var nýtt til að greiða niður vaxtaberandi skuldir. Samhliða var endursamið um afborganir lána. Tap V.M. nam um 128 milljónum á síðasta ári.Varða Capital kemur að fjármögnun hótelsins við Hörpu og er aðaleigandi Nespresso á Íslandi. Eignir félagsins námu um 2,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé 966 milljónir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
11
167.087
ICESEA
2,41
6
64.330
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
6
19.314
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
14
1.821
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,98
2
878
ARION
-0,15
7
2.482
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.