ORF hefur metnað til að margfaldast Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:00 Frosti Ólafsson var ráðinn forstjóri ORF Líftækni fyrir tveimur árum en hann var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs á árunum 2013 til 2017. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þetta er nógu stór markaður til að við getum margfaldast að stærð og fyrirtækið hefur metnað til að halda áfram að vaxa af krafti,“ segir Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, sem er í miklum vaxtarfasa. Tekjur félagsins námu 1,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 30 prósent á milli ára. Þá nam hagnaðurinn 161 milljón króna og fjórfaldaðist yfir sama tímabil. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða sérvirk prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Prótein þessi, oft kölluð vaxtarþættir, eru notuð sem innihaldsefni í Bioeffect-húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. Bioeffect er hins vegar langstærsta tekjustoðin. „Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu langt vörumerkið er komið á erlendum mörkuðum. Smásöluverðmæti Bioeffect á alþjóðavísu er á bilinu 7-8 milljarðar króna í dag og við erum búin að koma vörunum í allar leiðandi smásölukeðjur á þeim mörkuðum sem við störfum á. Ég held að fá íslensk neytendavörumerki séu komin jafnlangt eða lengra á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Frosti og nefnir í því samhengi 66°Norður og Bláa lónið sem önnur dæmi um velgengni. Það er hörð samkeppni í framleiðslu og sölu á húðvörum. Aðgangshindranir eru litlar og því spretta upp ný fyrirtæki á hverjum degi. Spurður hvernig fyrirtækið hafi náð að marka sér sérstöðu í slíku umhverfi nefnir Frosti það mikla vísindastarf sem liggur að baki vörunni. „Sérstaða vörunnar er gríðarlega mikil og í þeim skilningi stöndum við betur en margir á þessu sviði. Það er mjög mikið vísindastarf sem liggur að baki vörunni okkar og fyrstu 7-8 árin í starfsemi ORF Líftækni fóru eingöngu í rannsóknir og þróun. Að vera með vöru sem hefur vísindi og sögu á bak við sig gefur okkur forskot í sölu- og markaðsstarfi,“ segir Frosti. Tengingin við Ísland hafi auk þess styrkt ímynd vörunnar.Erfitt að keppa á Bandaríkjamarkaði Söluvöxturinn á síðasta ári var mestur á Asíumarkaði þar sem hann nam 67 prósentum á milli ára en ORF hefur auk þess náð góðri fótfestu í Bandaríkjunum. Þar jókst salan um 35 prósent. „Þarna sjáum við stærstu tækifærin. Okkur hefur gengið vel að hasla okkur völl í Asíu, bæði í Japan og Kína, og nú síðast í Kóreu. Á síðasta ári var slagkrafturinn mestur á þessu svæði. Við fórum ekki inn á Bandaríkjamarkað fyrr en í árslok 2016 og höfum náð ágætis fótfestu þar. En þetta er að mörgu leyti erfiðari markaður. Það eru enn meiri læti og samkeppni á snyrtivörumarkaðinum í Bandaríkjunum en annars staðar og í því samhengi lítum við á Bandaríkin sem verðuga áskorun. Ef við náum virkilega að brjótast í gegn á Bandaríkjamarkaði þá teljum við að það muni á endanum skila sér víðar. En ég myndi ekki mæla með því fyrir íslensk vörumerki að byrja á þeim markaði enda vorum við búin að selja Bioeffect í 6-7 ár þegar við hófum innreiðina í Bandaríkin.“Er á dagskrá að skrá ORF Líftækni á markað til að ýta undir frekari vöxt á alþjóðavísu? „Það hefur að minnsta kosti ekki verið tekin nein ákvörðun um slíkt en umræðan um fjármögnun fyrirtækisins er tekin reglulega. Eftir því sem þú stækkar á snyrtivörumarkaði þarftu að fjárfesta þeim mun meira í sölu- og markaðsstarfi á alþjóðlegum grundvelli. Það setur okkur ákveðnar vaxtarskorður en við erum aftur á móti komin í þá forréttindastöðu að vera með sjálfbæran rekstur. Við þurfum sem sagt ekki að sækja fjármagn til okkar hluthafa til að standa undir vextinum,“ segir Frosti. „Skráning er ein leið til að afla fjármuna til að ýta undir frekari vöxt en það eru ýmsar aðrar leiðir sem standa til boða í því samhengi. Við getum sótt erlent fjármagn í gegnum sjóði eða jafnvel unnið með alþjóðlegu stórfyrirtæki að frekari uppbyggingu á vörumerkinu. Það líður varla sá mánuður að við fáum ekki fyrirspurnir frá erlendum sjóðum eða stórfyrirtækjum. Það er aftur á móti okkar stefna í dag, og verður það þangað til annað kemur í ljós, að byggja upp sem mest verðmæti í gegnum núverandi hluthafahóp. Og það hefur gengið býsna vel hingað til.“Fleiri snertifletir ORF opnaði í síðustu viku gestastofu í Grænu smiðju fyrirtækisins í Grindavík. Græna smiðjan er vistvænt 2.000 fermetra hátæknigróðurhús sem nýtir jarðvarma, íslenskan vikur og hreint, íslenskt vatn til þess að rækta byggplöntur. Gróðurhúsið getur hýst allt að 130 þúsund byggplöntur á sama tíma. „Hugmyndin er í grunninn sú að ferðamenn séu í snertingu við vörumerkið á ólíkum stöðum í ferðalaginu. Við erum sýnileg á helstu verslunarstöðum landsins og salan um borð í flugvélum er mjög sterk, en okkur fannst ekki nóg að vera með vörurnar fyrir framan ferðamennina heldur vildum við líka gera þeim kleift að kynnast sögunni og vísindunum sem liggja að baki,“ segir Frosti.Hagnýting á ýmsum sviðum Vaxtarþættir eru nýttir af öðrum snyrtivörufyrirtækjum en ORF var fyrst til að notast við vaxtarþætti sem eru framleiddir gegnum plöntukerfi. Það gefur fyrirtækinu forskot í gæðum og ímynd að sögn Frosta en ORF hefur ekki sótt um einkaleyfi á tækninni. „Það er tvíeggjað sverð að fara þá leið vegna þess að þú þarft að opinbera tæknina á bak við kerfið um leið og þú sækir um einkaleyfi. Við ákváðum að verja frekar tæknina í gegnum innanhússþekkingu og viðhalda þannig tæknilega forskotinu.“ Þá segir Frosti að fyrirtækið sé að skoða ýmis önnur tækifæri í notkun á vaxtarþáttunum samhliða uppbyggingu á Bioeffect, meðal annars útvíkkun á húðvörulínunni til að hún geti nýst sem meðferðarúrræði. Vaxtarþættirnir geti auk þess nýst við ræktun á kjöti með stofnfrumum. Sú aðferð er í dag kostnaðarsöm en búist er við að með tímanum verði unnt að koma slíkum vörum á neytendamarkað. Þá er ORF að skoða svokölluð sætuprótein sem geta komið í stað sykurs og hefðbundinna sætuefna. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Þetta er nógu stór markaður til að við getum margfaldast að stærð og fyrirtækið hefur metnað til að halda áfram að vaxa af krafti,“ segir Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, sem er í miklum vaxtarfasa. Tekjur félagsins námu 1,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 30 prósent á milli ára. Þá nam hagnaðurinn 161 milljón króna og fjórfaldaðist yfir sama tímabil. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða sérvirk prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Prótein þessi, oft kölluð vaxtarþættir, eru notuð sem innihaldsefni í Bioeffect-húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. Bioeffect er hins vegar langstærsta tekjustoðin. „Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu langt vörumerkið er komið á erlendum mörkuðum. Smásöluverðmæti Bioeffect á alþjóðavísu er á bilinu 7-8 milljarðar króna í dag og við erum búin að koma vörunum í allar leiðandi smásölukeðjur á þeim mörkuðum sem við störfum á. Ég held að fá íslensk neytendavörumerki séu komin jafnlangt eða lengra á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Frosti og nefnir í því samhengi 66°Norður og Bláa lónið sem önnur dæmi um velgengni. Það er hörð samkeppni í framleiðslu og sölu á húðvörum. Aðgangshindranir eru litlar og því spretta upp ný fyrirtæki á hverjum degi. Spurður hvernig fyrirtækið hafi náð að marka sér sérstöðu í slíku umhverfi nefnir Frosti það mikla vísindastarf sem liggur að baki vörunni. „Sérstaða vörunnar er gríðarlega mikil og í þeim skilningi stöndum við betur en margir á þessu sviði. Það er mjög mikið vísindastarf sem liggur að baki vörunni okkar og fyrstu 7-8 árin í starfsemi ORF Líftækni fóru eingöngu í rannsóknir og þróun. Að vera með vöru sem hefur vísindi og sögu á bak við sig gefur okkur forskot í sölu- og markaðsstarfi,“ segir Frosti. Tengingin við Ísland hafi auk þess styrkt ímynd vörunnar.Erfitt að keppa á Bandaríkjamarkaði Söluvöxturinn á síðasta ári var mestur á Asíumarkaði þar sem hann nam 67 prósentum á milli ára en ORF hefur auk þess náð góðri fótfestu í Bandaríkjunum. Þar jókst salan um 35 prósent. „Þarna sjáum við stærstu tækifærin. Okkur hefur gengið vel að hasla okkur völl í Asíu, bæði í Japan og Kína, og nú síðast í Kóreu. Á síðasta ári var slagkrafturinn mestur á þessu svæði. Við fórum ekki inn á Bandaríkjamarkað fyrr en í árslok 2016 og höfum náð ágætis fótfestu þar. En þetta er að mörgu leyti erfiðari markaður. Það eru enn meiri læti og samkeppni á snyrtivörumarkaðinum í Bandaríkjunum en annars staðar og í því samhengi lítum við á Bandaríkin sem verðuga áskorun. Ef við náum virkilega að brjótast í gegn á Bandaríkjamarkaði þá teljum við að það muni á endanum skila sér víðar. En ég myndi ekki mæla með því fyrir íslensk vörumerki að byrja á þeim markaði enda vorum við búin að selja Bioeffect í 6-7 ár þegar við hófum innreiðina í Bandaríkin.“Er á dagskrá að skrá ORF Líftækni á markað til að ýta undir frekari vöxt á alþjóðavísu? „Það hefur að minnsta kosti ekki verið tekin nein ákvörðun um slíkt en umræðan um fjármögnun fyrirtækisins er tekin reglulega. Eftir því sem þú stækkar á snyrtivörumarkaði þarftu að fjárfesta þeim mun meira í sölu- og markaðsstarfi á alþjóðlegum grundvelli. Það setur okkur ákveðnar vaxtarskorður en við erum aftur á móti komin í þá forréttindastöðu að vera með sjálfbæran rekstur. Við þurfum sem sagt ekki að sækja fjármagn til okkar hluthafa til að standa undir vextinum,“ segir Frosti. „Skráning er ein leið til að afla fjármuna til að ýta undir frekari vöxt en það eru ýmsar aðrar leiðir sem standa til boða í því samhengi. Við getum sótt erlent fjármagn í gegnum sjóði eða jafnvel unnið með alþjóðlegu stórfyrirtæki að frekari uppbyggingu á vörumerkinu. Það líður varla sá mánuður að við fáum ekki fyrirspurnir frá erlendum sjóðum eða stórfyrirtækjum. Það er aftur á móti okkar stefna í dag, og verður það þangað til annað kemur í ljós, að byggja upp sem mest verðmæti í gegnum núverandi hluthafahóp. Og það hefur gengið býsna vel hingað til.“Fleiri snertifletir ORF opnaði í síðustu viku gestastofu í Grænu smiðju fyrirtækisins í Grindavík. Græna smiðjan er vistvænt 2.000 fermetra hátæknigróðurhús sem nýtir jarðvarma, íslenskan vikur og hreint, íslenskt vatn til þess að rækta byggplöntur. Gróðurhúsið getur hýst allt að 130 þúsund byggplöntur á sama tíma. „Hugmyndin er í grunninn sú að ferðamenn séu í snertingu við vörumerkið á ólíkum stöðum í ferðalaginu. Við erum sýnileg á helstu verslunarstöðum landsins og salan um borð í flugvélum er mjög sterk, en okkur fannst ekki nóg að vera með vörurnar fyrir framan ferðamennina heldur vildum við líka gera þeim kleift að kynnast sögunni og vísindunum sem liggja að baki,“ segir Frosti.Hagnýting á ýmsum sviðum Vaxtarþættir eru nýttir af öðrum snyrtivörufyrirtækjum en ORF var fyrst til að notast við vaxtarþætti sem eru framleiddir gegnum plöntukerfi. Það gefur fyrirtækinu forskot í gæðum og ímynd að sögn Frosta en ORF hefur ekki sótt um einkaleyfi á tækninni. „Það er tvíeggjað sverð að fara þá leið vegna þess að þú þarft að opinbera tæknina á bak við kerfið um leið og þú sækir um einkaleyfi. Við ákváðum að verja frekar tæknina í gegnum innanhússþekkingu og viðhalda þannig tæknilega forskotinu.“ Þá segir Frosti að fyrirtækið sé að skoða ýmis önnur tækifæri í notkun á vaxtarþáttunum samhliða uppbyggingu á Bioeffect, meðal annars útvíkkun á húðvörulínunni til að hún geti nýst sem meðferðarúrræði. Vaxtarþættirnir geti auk þess nýst við ræktun á kjöti með stofnfrumum. Sú aðferð er í dag kostnaðarsöm en búist er við að með tímanum verði unnt að koma slíkum vörum á neytendamarkað. Þá er ORF að skoða svokölluð sætuprótein sem geta komið í stað sykurs og hefðbundinna sætuefna.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira