Sjón meðhöfundur handrits nýrrar myndar leikstjóra The Witch Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. október 2019 14:00 Nicole Kidman fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar The Northman. Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter. Bókmenntir Menning Mest lesið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter.
Bókmenntir Menning Mest lesið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein