Hvað með fyrstu kaupendur? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 11:02 Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun