Hornamaðurinn magnaði, Gabríel Martinez Róbertsson, er ekkert á förum frá Eyjum á næstunni.
Hann skrifaði nefnilega undir nýjan samning við ÍBV í dag sem er til ársins 2023.
Hann komst óvænt í sviðsljósið á síðustu leiktíð er hann fékk tækifæri vegna meiðsla í Eyjaliðinu. Drengurinn fór á kostum og klúðraði vart skoti.
Hann er með 80 prósent skotnýtingu það sem af er þessum vetri.
Gabríel framlengir við ÍBV
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
