Handbolti

Þægilegur sigur Esbjerg í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og stöllur í danska liðinu Team Esbjerg unnu þægilegan sigur á Rostov-Don í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Heimakonur í Esbjerg voru með yfirhöndina allan leikinn og leiddu 16-11 í hálfleik. Í seinni hálfleik var sigurinn aldrei í hættu og urðu lokatölur 31-26 fyrir Esbjerg.

Rut skoraði eitt af mörkum Esbjerg.

Rostov-Don var ósigrað í B-riðli Meistaradeildarinnar fyrir leikinn. Esbjerg fór með sigrinum á topp riðilsins með fjögur stig, Rostov-Don og Bucuresti eru með þrjú stig og Bucuresti á leik til góða á hin liðin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.