Viðskipti innlent

Andrea tekur við af Hrafn­hildi

Atli Ísleifsson skrifar
Andrea mætir til starfa um miðjan mánuðinn.
Andrea mætir til starfa um miðjan mánuðinn. FKA
Andrea Róbertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hafsteinsdóttur sem hefur verið ráðin markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar. Andrea mætir til starfa um miðjan mánuðinn.Í tilkynningu frá FKA segir að Andrea sé með víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og yfirgripsmikla reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun.„Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun, BA gráðu í félags- og kynjafræði og MA-diplómu í jákvæðri sálfræði.Andrea hefur starfað síðustu ár sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður hjá Tali og Kaffitári en einnig sem mannauðsstjóri RÚV. Andrea starfaði sem verkefnastjóri hjá Hjallastefnunni um tíma og sem ráðgjafi á sviði stjórnunar með fókus á breytingastjórnun, heilsueflingu og græn mál fyrirtækja og stofnana. Andrea hefur annast fjölmiðlatengsl, almanna- og kynningarmál og býr yfir margþættri reynslu úr fjölmiðlum. Hún hefur einnig reynslu af stjórnarsetu,“ segir í tilkynningunni.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.