Viðskipti innlent

Andrea tekur við af Hrafn­hildi

Atli Ísleifsson skrifar
Andrea mætir til starfa um miðjan mánuðinn.
Andrea mætir til starfa um miðjan mánuðinn. FKA

Andrea Róbertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hafsteinsdóttur sem hefur verið ráðin markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar. Andrea mætir til starfa um miðjan mánuðinn.

Í tilkynningu frá FKA segir að Andrea sé með víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og yfirgripsmikla reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun.

„Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun, BA gráðu í félags- og kynjafræði og MA-diplómu í jákvæðri sálfræði.

Andrea hefur starfað síðustu ár sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður hjá Tali og Kaffitári en einnig sem mannauðsstjóri RÚV. Andrea starfaði sem verkefnastjóri hjá Hjallastefnunni um tíma og sem ráðgjafi á sviði stjórnunar með fókus á breytingastjórnun, heilsueflingu og græn mál fyrirtækja og stofnana. Andrea hefur annast fjölmiðlatengsl, almanna- og kynningarmál og býr yfir margþættri reynslu úr fjölmiðlum. Hún hefur einnig reynslu af stjórnarsetu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.