Viðskipti innlent

Hrafn­hildur til Hjalla­stefnunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hrafnhildur mun taka við stöðunni á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þar til ráðið hefur verið í hennar stað.
Hrafnhildur mun taka við stöðunni á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þar til ráðið hefur verið í hennar stað. Hjallastefnan

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf markaðs- og gæðastjóra hjá Hjallastefnunni.

Í tilkynningu frá Hjallastefnunni segir að Hrafnhildur muni stýra markaðs- og gæðamálum, sjá um viðburði, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla,  innleiðingu umbótaverkefna ásamt yfirsýn yfir þjálfun starfsfólks og uppbyggingu á þeim þætti í starfinu.

„Hrafnhildur hefur víðtæka menntun og 20 ára reynslu í stjórnunar-, markaðs- og menntamálum.  Hún hefur sl. þrjú ár verið framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en áður starfaði hún í níu ár sem verkefnastjóri MBA náms við Háskólann í Reykjavík (HR) og  þar áður í fimm ár sem kynningarstjóri Námsgagnastofnunar.  

Hrafnhildur er með PLD gráðu frá IESE Business School í Barcelona, B.A. gráðu í almannatengslum frá Auckland University of Technology á Nýja Sjálandi og IAA gráðu í markaðs- og auglýsingafræðum frá IACT í Kuala Lumpur, Malasíu. Hrafnhildur er einnig með gráðu í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Hrafnhildur mun taka við stöðunni á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þar til ráðið hefur verið í hennar stað. Um 450 manns starfa hjá Hjallastefnunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-10,74
84
273.096
REGINN
-4,86
20
183.118
FESTI
-4,64
31
575.612
HAGA
-3,3
24
283.000
BRIM
-3,24
8
39.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.