Viðskipti innlent

Hrafn­hildur til Hjalla­stefnunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hrafnhildur mun taka við stöðunni á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þar til ráðið hefur verið í hennar stað.
Hrafnhildur mun taka við stöðunni á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þar til ráðið hefur verið í hennar stað. Hjallastefnan
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf markaðs- og gæðastjóra hjá Hjallastefnunni.

Í tilkynningu frá Hjallastefnunni segir að Hrafnhildur muni stýra markaðs- og gæðamálum, sjá um viðburði, samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla,  innleiðingu umbótaverkefna ásamt yfirsýn yfir þjálfun starfsfólks og uppbyggingu á þeim þætti í starfinu.

„Hrafnhildur hefur víðtæka menntun og 20 ára reynslu í stjórnunar-, markaðs- og menntamálum.  Hún hefur sl. þrjú ár verið framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en áður starfaði hún í níu ár sem verkefnastjóri MBA náms við Háskólann í Reykjavík (HR) og  þar áður í fimm ár sem kynningarstjóri Námsgagnastofnunar.  

Hrafnhildur er með PLD gráðu frá IESE Business School í Barcelona, B.A. gráðu í almannatengslum frá Auckland University of Technology á Nýja Sjálandi og IAA gráðu í markaðs- og auglýsingafræðum frá IACT í Kuala Lumpur, Malasíu. Hrafnhildur er einnig með gráðu í markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Hrafnhildur mun taka við stöðunni á næstu vikum en sinna starfi framkvæmdastjóra FKA þar til ráðið hefur verið í hennar stað. Um 450 manns starfa hjá Hjallastefnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×