Handbolti

Tólf íslensk mörk í sigri Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teitur er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad.
Teitur er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad. vísir/andri marinó

Íslendingarnir í liði Kristianstad fóru mikinn í eins marks sigri á Ystad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Kristianstad með sjö mörk og Ólafur Guðmundsson skoraði fimm.

Kristianstad vann leikinn 25-24 eftir að hafa verið yfir 14-12 í hálfleik. Leikurinn var þó spennandi og munaði sjaldan meira en einu, tveimur mörkum á liðunum.

Ágúst Elí Björgvinsson spilaði lítið í stórsigri ríkjandi meistara Sävehof á Hallby. Sävehof vann 34-24 sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.