Ábyrg uppbygging Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. október 2019 07:00 Á næstu árum er fyrirhuguð nokkuð umfangsmikil uppbygging fiskeldis hér á landi. Þannig er áætlað að framleiðslumagn ársins í ár af laxi tæplega tvöfaldist frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti fiskeldis verði þannig á pari við það sem loðnan hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár eða um 20 milljarðar. Áætlanir fyrirtækjanna gera ráð fyrir frekari aukningu á næstu árum og gæti útflutningsverðmæti greinarinnar orðið um 40 til 50 milljarðar árið 2021. Ábyrgð stjórnvalda við þessa uppbyggingu er fyrst og síðast að sníða greininni þannig lagaumhverfi að fiskeldið byggist upp með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Samþykkt Alþingis á frumvarpi um fiskeldi í júní sl. er stórt skref í þá veru, m.a. með því að lögfesta áhættumat erfðablöndunar, auka ráðstafanir vegna laxalúsar og auka gegnsæi um starfsemi fiskeldisfyrirtækja, m.a. með tíðari upplýsingagjöf. Í umræðu um þetta frumvarp í vor var ítrekað kallað eftir því að það þyrfti að styrkja rannsóknir með fiskeldi auk þess að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Ein af helstu áherslum mínum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er 175 milljóna króna framlag til þess að gera einmitt þetta – auka rannsóknir og efla stjórnsýslu og eftirlit. Af þessari fjárhæð munu um 90 milljónir verða settar í að efla Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis. Það sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta átak er löggjöf sem Alþingi samþykkti í sumar og tekur gildi 1. janúar næstkomandi um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó. Með þessu eru stjórnvöld jafnframt að standa við fyrirheit um að tekjum af þeirri gjaldtöku verði varið til að treysta enn frekar ábyrga uppbyggingu greinarinnar. Stjórnvöld hafa nú sett íslensku fiskeldi traustara lagaumhverfi en áður var. Með framangreindum áherslum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að fylgja þeirri stefnumörkun eftir. Uppbygging fiskeldis verði þannig ábyrg og sjálfbær, verði á grundvelli vísinda og rannsókna og hafi ekki skaðleg áhrif á villta laxastofna. Þannig verður á sama tíma reynt að stuðla að meiri sátt um uppbyggingu greinarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu árum er fyrirhuguð nokkuð umfangsmikil uppbygging fiskeldis hér á landi. Þannig er áætlað að framleiðslumagn ársins í ár af laxi tæplega tvöfaldist frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti fiskeldis verði þannig á pari við það sem loðnan hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár eða um 20 milljarðar. Áætlanir fyrirtækjanna gera ráð fyrir frekari aukningu á næstu árum og gæti útflutningsverðmæti greinarinnar orðið um 40 til 50 milljarðar árið 2021. Ábyrgð stjórnvalda við þessa uppbyggingu er fyrst og síðast að sníða greininni þannig lagaumhverfi að fiskeldið byggist upp með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Samþykkt Alþingis á frumvarpi um fiskeldi í júní sl. er stórt skref í þá veru, m.a. með því að lögfesta áhættumat erfðablöndunar, auka ráðstafanir vegna laxalúsar og auka gegnsæi um starfsemi fiskeldisfyrirtækja, m.a. með tíðari upplýsingagjöf. Í umræðu um þetta frumvarp í vor var ítrekað kallað eftir því að það þyrfti að styrkja rannsóknir með fiskeldi auk þess að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Ein af helstu áherslum mínum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er 175 milljóna króna framlag til þess að gera einmitt þetta – auka rannsóknir og efla stjórnsýslu og eftirlit. Af þessari fjárhæð munu um 90 milljónir verða settar í að efla Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis. Það sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta átak er löggjöf sem Alþingi samþykkti í sumar og tekur gildi 1. janúar næstkomandi um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó. Með þessu eru stjórnvöld jafnframt að standa við fyrirheit um að tekjum af þeirri gjaldtöku verði varið til að treysta enn frekar ábyrga uppbyggingu greinarinnar. Stjórnvöld hafa nú sett íslensku fiskeldi traustara lagaumhverfi en áður var. Með framangreindum áherslum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að fylgja þeirri stefnumörkun eftir. Uppbygging fiskeldis verði þannig ábyrg og sjálfbær, verði á grundvelli vísinda og rannsókna og hafi ekki skaðleg áhrif á villta laxastofna. Þannig verður á sama tíma reynt að stuðla að meiri sátt um uppbyggingu greinarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun