Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hlutverk Pavels þarf að vera stærra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur vann nauman sigur á Fjölni í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í fyrrakvöld og frammistaða þeirra rauðklæddu var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport.

Þetta var fyrsti leikur Pavels Ermolinskij með Val en hann gekk í raðir félagsins frá KR í sumar.

„Mér fannst hann bara ekki fá boltann nóg í sókn,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og varpaði því fram að sóknarleikur Vals hafi einfaldlega verið lélegur í leiknum.

„Þetta var bara lélegt á báðum endum vallarins,“ sagði Benedikt Guðmundsson, einn sérfræðinga þáttarins. Hann benti þó á að Valsmenn hafi fengið nýjan leikstjórnanda skömmu fyrir þennan leik.

„Þá er kannski ekki hægt að reikna með blússandi sóknarleik. En auðvitað er hægt að fara meira í gegnum Pavel, sem er gamall leikstjórnandi. Ég reikna með að Pavel muni koma með einhverja punkta um þetta því hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig á að spila körfubolta.“

Teitur Örlygsson benti á að Pavel hafi verið ákveðnari á að fá boltann í fjórða leikhluta og að þá hafi hann dregið sigur Valsmanna í höfn.

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×