Merkilegur október Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. október 2019 08:15 Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar