Formúla 1

Naoki Yamamoto keyrir fyrir Toro Rosso í Japan

Bragi Þórðarson skrifar
Fyrrum Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button var liðsfélagi Yamamoto í Super GT mótaröðinni í fyrra.
Fyrrum Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button var liðsfélagi Yamamoto í Super GT mótaröðinni í fyrra. Getty

Japanski ökuþórinn Naoki Yamamoto mun fá tækifæri til að prófa Formúlu 1 í fyrsta skiptið er hann mun aka fyrir Toro Rosso á fyrstu æfingu Suzuka kappakstursins um helgina.

Yamamoto er ríkjandi meistari í Super Formúlu og leiðir mótið í ár. Auk þess vann hann Super GT mótið í fyrra með Jenson Button sem liðsfélaga.

Hinn 31 árs gamli Yamamoto hefur því öll þau réttindi sem þarf til að keppa í Formúlu 1. Auk þess nýtur hann stuðnings Honda en vélarframleiðandinn er með samning bæði hjá Toro Rosso og Red Bull í Formúlu 1.

Bæði þessi lið eru þekkt fyrir að skipta mjög reglulega um ökumenn og gæti því farið svo að við sjáum japanska ökuþórinn í keppni áður en langt um líður. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.