Formúla 1

Naoki Yamamoto keyrir fyrir Toro Rosso í Japan

Bragi Þórðarson skrifar
Fyrrum Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button var liðsfélagi Yamamoto í Super GT mótaröðinni í fyrra.
Fyrrum Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button var liðsfélagi Yamamoto í Super GT mótaröðinni í fyrra. Getty
Japanski ökuþórinn Naoki Yamamoto mun fá tækifæri til að prófa Formúlu 1 í fyrsta skiptið er hann mun aka fyrir Toro Rosso á fyrstu æfingu Suzuka kappakstursins um helgina.Yamamoto er ríkjandi meistari í Super Formúlu og leiðir mótið í ár. Auk þess vann hann Super GT mótið í fyrra með Jenson Button sem liðsfélaga.Hinn 31 árs gamli Yamamoto hefur því öll þau réttindi sem þarf til að keppa í Formúlu 1. Auk þess nýtur hann stuðnings Honda en vélarframleiðandinn er með samning bæði hjá Toro Rosso og Red Bull í Formúlu 1.Bæði þessi lið eru þekkt fyrir að skipta mjög reglulega um ökumenn og gæti því farið svo að við sjáum japanska ökuþórinn í keppni áður en langt um líður. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.