Siðaskiptin 2.0 Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. október 2019 07:00 Af hverju eru allir að gera eitthvað meðan það er svo dæmalaust huggulegt að sitja og sötra sérrí eða bara gera ekki neitt? Þessu velti gríska skáldið Konstantinos Kavafís fyrir sér meðan hann gekk um ímyndað þorp þar sem allir unnu hörðum höndum. Ástæðan fyrir vinnuseminni var sú að von var á barbörunum og þá var víst betra að vera við öllu búinn. Barbararnir halda okkur jú við efnið. Þeir eru jafn nauðsynlegir fyrir samfélagið og ellin fyrir lífeyrissjóðina. Værukærðin kom mér því mjög á óvart þegar ljóst var að dagur barbaranna var að renna upp þegar litið er til loftslagsmála. Af hverju er enginn að gera neitt nema Greta? Ég kveikti ekki á perunni fyrr en Juncker sagði eitthvað á þá leið að stjórnmálamenn vissu uppá hár hvað þyrfti að gera en hitt vissu þeir ekki hvernig ætti að gera það og verða svo kosnir á ný. Eitthvað svipað hlýtur að ganga á í viðskiptaheiminum. Þar vita menn sínu viti en það vit er kannski hluthöfum lítt að skapi. Dæmið lítur því svona út: Hvernig getum við komið heilsufari fyllibyttunnar í lag án þess að það bitni á Bakkusi? Þeir sem þekkja gríska goðafræði vita vel að það reynist jafnan örlagaríkt að styggja guði sína. Er ekki eins farið fyrir okkur og byttunni atarna? Það er ekki nóg að láta hana rýna í útreikninga og beita vísindalegum rökum heldur þarf hún nýjan andlegan styrk og jafnvel trú. Einsog við. Því ef við ætlum að standast þessa áskorun, þá er eflaust kominn tími til að tilbiðja nýja guði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Af hverju eru allir að gera eitthvað meðan það er svo dæmalaust huggulegt að sitja og sötra sérrí eða bara gera ekki neitt? Þessu velti gríska skáldið Konstantinos Kavafís fyrir sér meðan hann gekk um ímyndað þorp þar sem allir unnu hörðum höndum. Ástæðan fyrir vinnuseminni var sú að von var á barbörunum og þá var víst betra að vera við öllu búinn. Barbararnir halda okkur jú við efnið. Þeir eru jafn nauðsynlegir fyrir samfélagið og ellin fyrir lífeyrissjóðina. Værukærðin kom mér því mjög á óvart þegar ljóst var að dagur barbaranna var að renna upp þegar litið er til loftslagsmála. Af hverju er enginn að gera neitt nema Greta? Ég kveikti ekki á perunni fyrr en Juncker sagði eitthvað á þá leið að stjórnmálamenn vissu uppá hár hvað þyrfti að gera en hitt vissu þeir ekki hvernig ætti að gera það og verða svo kosnir á ný. Eitthvað svipað hlýtur að ganga á í viðskiptaheiminum. Þar vita menn sínu viti en það vit er kannski hluthöfum lítt að skapi. Dæmið lítur því svona út: Hvernig getum við komið heilsufari fyllibyttunnar í lag án þess að það bitni á Bakkusi? Þeir sem þekkja gríska goðafræði vita vel að það reynist jafnan örlagaríkt að styggja guði sína. Er ekki eins farið fyrir okkur og byttunni atarna? Það er ekki nóg að láta hana rýna í útreikninga og beita vísindalegum rökum heldur þarf hún nýjan andlegan styrk og jafnvel trú. Einsog við. Því ef við ætlum að standast þessa áskorun, þá er eflaust kominn tími til að tilbiðja nýja guði.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun