Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 12:59 Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að móta sér stefnu til framtíðar um alþjóðaflug, tengiflug og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Þetta er á meðal tíu tillagna sem Samtök Ferðaþjónustunnar kynntu á fundi sínum í morgun til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Hvers vegna fundu þið ykkur knúin til að ræða sérstaklega um þetta. Kvíða margir komandi misserum á landsbyggðinni? „Það er náttúrulega þannig að ferðaþjónustulandið Ísland er allt landið. Það er eins með þetta og margt annað í stjórnkerfinu og stjórnsýslunni sem gerir það að verkum að landsbyggðin á undir högg að sækja. Það er eðlilega má segja kannski dags daglega meiri fókus á það svæði landsins þar sem flestir búa og flest fyrirtæki starfa og svo framvegis. Það þýðir það að horfa þarf sérstaklega til þess að skoða það sem þarf að gera á öðrum landshornum til þess að byggja upp þessa starfsemi sem hefur verið alveg gríðarlega mikill vaxtarbroddur í atvinnulífi, atvinnutækifæri auknum lífsgæðum á landsbyggðinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðspurður hvaða þætti þurfi sérstaklega að skoða segir Jóhannes. „Það þarf að skoða alls konar þætti, rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, samkeppnishæfni þeirra, horfa þarf á hvernig vegasamgöngum er háttað, hvernig ákvarðanir eru teknar um samgöngumál og hvernig stjórnsýsla samgöngumálanna er og að hún taki meira mið að þörfum ferðaþjónustunnar.“Hér að neðan er hægt að horfa á fund Samtaka ferðaþjónustunnar í heild sinni.Á fundinum í morgun sagði Jóhannes að leggja þyrfti aukna áherslu á markaðssetningu á vannýtt svæði á landsbyggðinni. „Þó að orðalagið vannýtt landsvæði sé ekkert sérstaklega skemmtilegt að þá er það nákvæmlega það sem um er að ræða, það er að segja, hér eru tækifæri um allt land til þess að búa til ferðamannaleiðir, til að byggja upp áfangastaði, nýja segla eins og við tölum gjarnan um í ferðaþjónustunni, sem dregur ferðamanni lengra út á land og veldur því þá líka að álagið léttist á þeim stöðum á landinu þar sem mikið álag. Þetta vinnur allt saman. Við teljum að það sé hægt að horfa til þess hvernig má með heildstæðri stefnu byggja upp leiðir á fleiri stöðum á landinu, fleiri landsvæðum sem hafa kannski búið við það að fá ekki nema 20-30% af þeim ferðamannastraumi sem kemur til landsins á hverju ári.“ En einhvern veginn þurfa ferðamenn að komast á milli stað og lengra út á landsbyggðina. Íbúar á bæði Akureyri, Egilstöðum og Ísafirði hafa lengi kallað eftir flugvallauppbyggingu og að stefna sé mótuð um alþjóðaflug. Sjá nánar: Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni „Flugsamgöngurnar eru eitthvað sem eru mikið í umræðunni og bæði út frá hagsmunum heimamanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og síðan frá hagsmunum ferðaþjónustunnar og við höfum í einhver ár velt því fyrir okkur hvers vegna ferðamenn nota ekki flug innanlandsflugið meira. Þar er verðið náttúrulega einhver hindrun en ekki síður kannski sú staðreynd að við erum með innanlandsflug og alþjóðaflug á sitt hvorum flugvellinum og enga tengingu á milli,“ segir Jóhannes Þór. Akureyri Byggðamál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Stjórnvöld verða að móta sér stefnu til framtíðar um alþjóðaflug, tengiflug og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Þetta er á meðal tíu tillagna sem Samtök Ferðaþjónustunnar kynntu á fundi sínum í morgun til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. Hvers vegna fundu þið ykkur knúin til að ræða sérstaklega um þetta. Kvíða margir komandi misserum á landsbyggðinni? „Það er náttúrulega þannig að ferðaþjónustulandið Ísland er allt landið. Það er eins með þetta og margt annað í stjórnkerfinu og stjórnsýslunni sem gerir það að verkum að landsbyggðin á undir högg að sækja. Það er eðlilega má segja kannski dags daglega meiri fókus á það svæði landsins þar sem flestir búa og flest fyrirtæki starfa og svo framvegis. Það þýðir það að horfa þarf sérstaklega til þess að skoða það sem þarf að gera á öðrum landshornum til þess að byggja upp þessa starfsemi sem hefur verið alveg gríðarlega mikill vaxtarbroddur í atvinnulífi, atvinnutækifæri auknum lífsgæðum á landsbyggðinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðspurður hvaða þætti þurfi sérstaklega að skoða segir Jóhannes. „Það þarf að skoða alls konar þætti, rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, samkeppnishæfni þeirra, horfa þarf á hvernig vegasamgöngum er háttað, hvernig ákvarðanir eru teknar um samgöngumál og hvernig stjórnsýsla samgöngumálanna er og að hún taki meira mið að þörfum ferðaþjónustunnar.“Hér að neðan er hægt að horfa á fund Samtaka ferðaþjónustunnar í heild sinni.Á fundinum í morgun sagði Jóhannes að leggja þyrfti aukna áherslu á markaðssetningu á vannýtt svæði á landsbyggðinni. „Þó að orðalagið vannýtt landsvæði sé ekkert sérstaklega skemmtilegt að þá er það nákvæmlega það sem um er að ræða, það er að segja, hér eru tækifæri um allt land til þess að búa til ferðamannaleiðir, til að byggja upp áfangastaði, nýja segla eins og við tölum gjarnan um í ferðaþjónustunni, sem dregur ferðamanni lengra út á land og veldur því þá líka að álagið léttist á þeim stöðum á landinu þar sem mikið álag. Þetta vinnur allt saman. Við teljum að það sé hægt að horfa til þess hvernig má með heildstæðri stefnu byggja upp leiðir á fleiri stöðum á landinu, fleiri landsvæðum sem hafa kannski búið við það að fá ekki nema 20-30% af þeim ferðamannastraumi sem kemur til landsins á hverju ári.“ En einhvern veginn þurfa ferðamenn að komast á milli stað og lengra út á landsbyggðina. Íbúar á bæði Akureyri, Egilstöðum og Ísafirði hafa lengi kallað eftir flugvallauppbyggingu og að stefna sé mótuð um alþjóðaflug. Sjá nánar: Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni „Flugsamgöngurnar eru eitthvað sem eru mikið í umræðunni og bæði út frá hagsmunum heimamanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og síðan frá hagsmunum ferðaþjónustunnar og við höfum í einhver ár velt því fyrir okkur hvers vegna ferðamenn nota ekki flug innanlandsflugið meira. Þar er verðið náttúrulega einhver hindrun en ekki síður kannski sú staðreynd að við erum með innanlandsflug og alþjóðaflug á sitt hvorum flugvellinum og enga tengingu á milli,“ segir Jóhannes Þór.
Akureyri Byggðamál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Beint flug stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni Bæði framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og bæjarstjórinn á Akureyri segjast finna fyrir fækkun ferðamanna á Norðurlandi. Brýnt sé að grípa í taumana fyrir veturinn. 25. júlí 2019 11:37
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21