Formúla 1

Þriðji ráspóll Leclerc í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leclerc var fljótastur í þriðja skipti í röð
Leclerc var fljótastur í þriðja skipti í röð vísir/getty
Charles Leclerc verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr verður ræstur á morgun eftir frábæran lokakafla í tímatökunni í dag.

Leclerc hefur verið á ráspól í síðustu tveimur keppnum og hann var með besta tímann fyrir síðasta hluta tímatökunnar í dag.

Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Sebastian Vettel, byrjaði lokakaflann hins vegar á því að setja hraðasta hring dagsins og taka forystuna.

Allt leit út fyrir að Vettel myndi taka ráspólinn en Leclerc átti frábæran síðasta hring og tók efsta sætið af liðsfélaga sínum.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes byrjaði lokakaflann illa og var hvorugur Mercedesmannanna í efstu þremur sætunum eftir fyrri hringinn á lokakaflanum.

Hamilton átti hins vegar góðan seinni hring og hann stakk sér inn á milli Ferrarimannanna.

Brautin í Singapúr er erfið til framúraksturs og því frammistaðan í tímatökunni mjög mikilvæg, enda fögnuðu Ferrarimenn vel og innilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×