Handbolti

Rúnar og Ólafur markahæstir í sigrum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar var öflugur í dag
Rúnar var öflugur í dag vísir/getty

Kristianstad vann stórsigur á Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta þar sem Ólafur Guðmundsson fór á kostum.

Ólafur var markahæstur í liði Kristianstad með 7 mörk í 36-28 sigrinum. Teitur Örn Einarsson bætti þremur mörkum við fyrir gestina.

Kristianstad er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Í Danmörku vann Ribe-Esbjerg fimm marka sigur á Mors-Thy.

Heimamenn í Ribe-Esbjerg leiddu 13-8 í hálfleik og kláruðu leikinn með öruggum 27-22 sigri.

Rúnar Kárason skoraði fimm af mörkum Ribe-Esbjerg og var markahæstur ásamt Kasper Kvist. Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.